Amelie

Amelie

Verkið sem ég valdi að fjalla um er kvikmyndin Amélie eftir Jean-Pierre Jeunet.

Litir myndarinnar spannast frá því að vera dempaðir og skærir yfir í alla regnbogans liti. Plakat myndarinnar er í rauninni gott dæmi um litanotkun í myndinni. Rauður, grænn, svartur og hvítur eru megin litir myndarinnar. Allt andstæðir litir þ.e. Rauður og grænn, svartur og hvítur.

Samspil rauða litsins og hins græna má rekja út alla myndina. Amelie kastar steinum í skurð, klædd rauðum kjól með glóandi græn tré fyrir ofan sig og spegilmynd trjánna í skurðinum fyrir neðan sig. Í eldhúsi nágrannans hengur rauð regnhlíf við hliðina á grænni svuntu, rautt hár nágrannans í kontrast við vegginn. Rauð regnhlíf Amelie með grænni dyragætt í bakgrunn og grænni regnhlíf gangandi vegfaranda.

Rauði liturinn táknar að mínu mati ástríðu og æsku Amelie. Græni liturinn táknar eitthvað dularfullt, skrítið eða jafnvel eitthvað illt. Hann birtist til dæmis í íbúð Mr. Collignon sem var leiðinleg og ill persóna í myndinni. Íbúð hans er skítug, skítuga græn og óaðlaðandi. Vinnustaður hans er líka grænn ásamt vinnufötum aðstoðamanns sins.

Rautt og grænt hafa sama ljósmagn en samt sem áður tekur maður ekki mikið eftir því í myndinni. Ég tók eftir því að þegar rauður er skær er græni liturinn oft dempaður og öfugt. Þannig æsa litirnir hvorn annan upp og verða hálf trylttir.

Í einu atriðinu er áberandi hvernig leikstjórinn setur saman heitan og kaldan lit, rauðan og bláán. Herbergi Amelie er allt rautt, rautt, rautt, rautt, sjálf er hún klædd í rauðu. Skær blár lampi og birtan frá lampanum birtist manni eins og þruma úr heiðskýru lofti. Blái liturinn kemur með sterka þýðingu inn í atriðiið, einmannaleikinn. Amélie, ástríðufull og hlý, vantar að fá ást. Ást sem hún fékk ekki í æsku en vill fá í þetta sinn.

Amélie er stórkostleg mynd að horfa á. Litirnar eru svo fallega skærir eða fallega “saturated” og gefa myndinni ákveðinn ævintýrablæ, dularfullan ævintýrablæ. Mér þykir það líka ákveðinn...

Similar Essays